Alhliða hjálmur á frábæru verði: léttur, þæginlegur og töff.
uvex air wing er frábær kostur fyrir allar gerðir hjólaferða. Hjálmurinn er búinn IAS 3.0 stillikerfi sem gerir þér kleift að laga hann nákvæmlega að þínu höfuðlagi. Hægt er að bæta við LED ljósi aftan á hjálminn fyrir aukið öryggi og betri sýnileika þegar hjólað er í myrkri.
Með 24 loftgötum og innbyggðu flugnaneti, tryggir hjálmurinn þægilegt loftflæði og vörn gegn óæskilegum gestum. Allt sem þú þarft fyrir hjólaferðina – og það á mjög hagstæðu verði.