Rafmagnshjól

Rafmagnshjól

Rafmagnshjól eru orðin mjög vinsæl og algeng á Íslandi og er Hjólasprettur með rafmagnshjól til sölu í verslun sinni í Dalshrauni 13.

Helstu kostir rafmagnshjóla eru til dæmis að komast lengri vegalengdir og geta ferðast í vinnu án þess að svitna.

Fólk á öllum aldri nýtir sér nú rafmagnshjól til að komast á milli staða, eða til skemmtunar.

Hjólasprettur selur rafhjól frá þýska reiðhjólaframleiðandanum Corratec.

 

Smelltu hér til að skoða öll rafmagnshjól til sölu

rafmagnshjól og rafhjól
Sumir af helstu kostunum eru:

Bætt heilsa: Rafhjól gera þér kleift að hreyfa þig á meðan þú færð aðstoð frá rafmótornum. Þetta getur gert hjólreiðar skemmtilegri og aðgengilegri fyrir fólk sem getur ekki hjólað á hefðbundnu hjóli langar vegalengdir eða upp á við.

Minni umhverfisáhrif: Rafhjól hafa engan útblástur, sem gerir þau að umhverfisvænum fararkosti.

Sparnaður: Rafhjól geta sparað þér peninga í eldsneytis- og viðhaldskostnað miðað við bíl.

Þægindi: Hægt er að hlaða rafmagnshjól heima eða í vinnunni og þau eru yfirleitt létt og auðvelt að geyma.

Aukin hreyfanleiki: Rafmagnshjól geta verið frábær kostur fyrir fólk sem býr í hæðóttum svæðum eða fyrir þá sem ferðast lengri vegalengdir til vinnu. Rafmótorinn getur hjálpað til við að gera ferðina auðveldari og þægilegri.

Hvað er rafhjól?

Rafhjól eða rafmagnsreiðhjól eru venjuleg reiðhjól, sem eru með hjálparmótor sem eykur við aflið sem hjólreiðamaðurinn gefur af sér. Rafhjól auðvelda hjólreiðamanninum að komast leiðar sinnar. Hver hjólatúr verður auðveldari, en þú ferð oftar, þú ferð lengra og á staði sem þú lést þér ekki detta í hug að hjóla á áður og í veðri sem þú nenntir ekki að hjóla í fyrr en þú fékkst þér rafhjól. 

Til eru ótal útfærslur rafhjóla sem hver um sig er hugsuð til að leysa ákveðin verkefni.

 

Mismunandi útfærslur rafhjóla

Borgarhjól

Borgarrafhjól eru líkt og hin klassísku borgar hjól sem vinsæl eru úti um allan heim en þó sérstaklega tengd við hjólreiðamenningu Danmerkur, Þýskalands og Hollands. Borgarrafhjól eru rafhjól þar sem hjólreiðamaðurinn situr frekar uppréttur í afslappaðri stöðu. Borgarrafhjól koma oft “tilbúin” með brettum, bögglabera, ljósum og standara og henta því einstaklega vel sem samgöngutæki. Borgarrafhjól eru oft með stutta fjöðrun í gaffli og dempara í sætispípu til að auka þægindin, en þau henta illa í utanvega hjólreiðar (en malarstígar og vegir eru oftast í fínu lagi.


Rafmagnshjól til sölu

https://hjolasprettur.is/collections/borgarhjol


Fjallahjól

Fjallarafhjól eru eins og nafnið gefur til kynna rafhjól sem eru hugsuð fyrir utanvega hjólreiðar, og hjólreiðar á slóðum. Raffjallahjól eru til í þó nokkuð mörgum útfærslum sem hugsaðar eru fyrir mismunandi aðstæður, allt frá ferðahjólum með frekar stuttri fjöðrun sem henta vel sem samgöngutæki og í léttar fjallahjólreiðar sem eru ekki mjög krefjandi á búnað og hjólreiðamann. Fjallarafhjól eru til bæði með dempurum að framan og aftan (fulldempuð) og með dempara eingöngu að framan (hardtail). Fulldempuð rafhjól eru almennt hönnuð fyrir hjólreiðar á grófara undirlagi en þó eru undantekningar þar á

Rafhjól til sölu

https://hjolasprettur.is/collections/rafmagnshjol/products/corratec-e-power-mtc-120-elite


Raffjallahjól eru einnig til með mun lengri fjöðrun og eru þá oftast hugsuð fyrir erfiðari og þyngri fjallahjólreiðar. Rafhjól með slag lengri fjöðrun eru sérstaklega hentug þegar verið er að hjóla á mjög grófu undirlagi, jafnvel niður fjallshlíðar.

Rafhjól

https://hjolasprettur.is/collections/rafmagnshjol/products/corratec-e-power-rs-160-pro

https://hjolasprettur.is/collections/rafmagnshjol/products/corratec-e-power-rs-160-pro-team

Rafhjól eins og önnur hjól eru á breiðu verðbili. Fulldempuð hjól eru almennt dýrari en “hardtail” og borgarhjól. Hver útfærsla getur svo verið á mismunandi verði eftir því hvaða búnaður er á hjólinu (hvaða gírbúnaður, bremsur, stærð rafhlöðu, mótors og hvaða demparar eru í hjólinu).