Góð ráð fyrir hjólreiðar yfir veturinn
Það sem gott er að hafa í huga fyrir vetrarhjólreiðar.
Að hjóla yfir vetrartímann getur verið skemmtilegt og veitt nýja áskorun, sem gerir þér mögulegt að njóta útivistar þegar margir aðrir halda sig inni. Hins vegar getur kalt veður, snjór, ís og salt á vegum haft slæm áhrif á hjólið þitt. Til að tryggja öryggi þitt, þægindi og lengja líftíma hjólsins er reglulegt viðhald mikilvægt á veturna. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um hvernig á að viðhalda hjólinu á meðan þú hjólar á veturna.
1. Veldu rétt dekk
Yfir veturinn og þá sérstaklega þegar það er kalt og það frystir þá er gott að athuga dekkjamálin. Íhugaðu að skipta yfir á nagladekk sem eru hönnuð með mynstri í þessum aðstæðum og eru með nöglum fyrir ennþá meira grip og öryggi.
2. Haltu keðjunni hreinni og smurðri
Viðhald á keðjunni er sérstaklega mikilvægt á þessum tíma. Hreinsaðu keðjuna reglulega til að fjarlægja óhreinindi og settu á hana keðjuolíu sem er hönnuð fyrir vetrar aðstæður. Þessar olíur eru hannaðar til að verra veður og kemur í veg fyrir það að salt og drulla festist auðveldlega við keðjuna.
Ef þú hjólar í mjög blautum eða drullugum aðstæðum er gott að hreinsa og smyrja keðjuna eftir hverja ferð til að tryggja að gírarnir virki vel og til að minnka ryðmyndun á keðjunni.
3. Skola hjólið reglulega
Salt sem notað er á veginum til að bræða niður klaka getur valdið mikili ryðmyndun á málmhlutum hjólsins, sem leiðir til skemmda ef ekki er meðhöndlað. Eftir hverja ferð, sérstaklega ef vegirnir eru blautir eða eru mikið saltaðir, er mikilvægt að skola hjólið vandlega. Notaðu heitt/volgt vatn og sápu til að fjarlægja salt og óhreinindi af stelli, gjörðum, gírbúnaði og öðrum hlutum. Burstar hjálpa til við að ná í þá staði þar sem salt safnast og auðvelda þrif.
4. Skoðaðu bremsurnar
Vetrarhjólreiðar geta krafist meira af bremsukerfinu, sérstaklega í blautum aðstæðum eða þar sem ísing myndast. Skoðaðu bremsurnar oft til að tryggja að þær virki rétt. Ef þú ert með gjarðabremsur, skaltu vera meðvitaður um að snjór og salt gæti slitið bremsubúnaði hraðar. Diskabremsur, eru yfirleitt áreiðanlegri á veturna, en ættu samt að vera skoðaðar til að tryggja að þær séu ekki fullar af óhrenindum.
Ef þú ert með mekanískar bremsur, þá er gott að athuga bremsubarkana. Vetrarveðrið getur fryst þá og þannig haft áhrif á bremsugetu. Gott er að setja vaselín í bremsubarka og gírbarka til að passa upp á það komist ekki óhreinindi inn í þá.
5. Bretti til að vernda hjólið
Á veturna myndast oft mikil bleyta og drulla á vegum, sem leiðir til þess að óhreinindi og vatn skvettist upp á hjólið og á fötin þín. Að setja bretti er eitt af bestu ráðuunm til að halda hjólinu þínu hreinu og koma í veg fyrir of mikla mengun frá vatni og salti.
6. Vernda hjólið frá frosti
Í mjög köldum aðstæðum, sérstaklega ef hjólið er látið standa úti í langan tíma, er mikilvægt að vernda það frá frosti. Hlutir eins og bremsubarkar, gírbarkar og gírbúnaður geta fryst, sem gerir það erfitt að hjóla. Ef mögulegt er, geymdu hjólið á hlýjum stað, eins og inni eða í bílskúr, eftir hverja ferð.
7. Tryggðu sýnileika
Vetrardagarnir eru styttri og sólin stendur lágt á himni, sem getur gert það erfiðara að verða sýnilegur í umferðinni. Settu endurskin á hjólið, notaðu sýnileika fatnað, og tryggðu að hjólið sé útbúið með bæði fram og aftur ljósum. Til að bæta öryggi, íhugaðu að nota blikkandi ljós í dagsbirtu, þar sem þau gera þig sýnilegri jafnvel á daginn.